Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 161 . mál.


Nd.

1006. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1991.

Frá Páli Péturssyni, Ólafi Þ. Þórðarsyni og Jóni Sæmundi Sigurjónssyni.



     Við 3. gr. Við greinina bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                   Landsvirkjun er enn fremur heimilt að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar að taka lán á árinu 1991 að fjárhæð allt að 800.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt til undirbúnings Fljótsdalsvirkjunar, stækkunar Búrfellsvirkjunar, fimmta áfanga Kvíslaveitu og stofnlína eins og nauðsynlegt er til þess að unnt verði að sjá nýju álveri fyrir nægjanlegri raforku frá áramótum 1994 1995. Ákvörðun um þennan undirbúning og að nýta heimildir samkvæmt þessari málsgrein skal tekin í ljósi framvindu samninga um álver á Keilisnesi.
          Á eftir 14. gr. (er verður 15. gr.) komi ný grein, er verði 16. gr., sem orðist svo:
                   Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt með samþykki ríkisstjórnarinnar að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð eða taka lán að hluta eða öllu leyti í stað ríkisábyrgðar og endurlána Vatnsleysustrandarhreppi til að fjármagna kaup á jörðinni Flekkuvík, ásamt mannvirkjum, og lönd úr jörðunum Stóru- og Minni-Vatnsleysu, ásamt mannvirkjum og til að fjármagna kostnað og sérfræðiráðgjöf vegna lóðaöflunar fyrir álver á Keilisnesi. Endurgreiðsla Vatnsleysustrandarhrepps á veittum lánum samkvæmt þessari grein skal háð því að af byggingu og rekstri álvers verði en að öðrum kosti skulu hinar keyptu eignir falla til ríkissjóðs.
                   Náist ekki samningar við eigendur landa eða mannvirkja getur fjármálaráðherra heimilað Vatnsleysustrandarhreppi að taka eignarnámi vatnsréttindi, land, aðstöðu og önnur réttindi sem nauðsynleg eru vegna byggingar álvers á Keilisnesi og hafnar vegna þess. Eignarnám samkvæmt þessu ákvæði skal framkvæmt samkvæmt lögum nr. 11/1973.